800 g nautahakk
1 tsk. garam masala
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk. cumin
½ tsk. engiferduft
Sósa:
1½ laukur- saxa
3 sm kanilstöng
6 grænar kardimommur
6 negulnaglar
1 ½ tsk. engiferduft
1 ½ stk. hvítlauksduft
½ -1 tsk. chilliduft
1 tsk koríander
¼ tsk. turmeric
150 ml hnetu- og karamellu jógúrt
salt (eftir smekk)
olía
0,5-1 líter vatn
Hrærið hakkið saman við kryddið, grama masala, engifer, hvítlauk og cumin og geymið. Steikið laukinn í olíu uns mjúkur og gylltur, bætið svo kanilstöng, kardimommum og negulnöglum á pönnuna og látið malla smá stund. Slökkvið undir pönnunni og bætið kryddinu út í engifer, hvítlauk, chilli, koríander, turmeric og salti látið samlagast og bætið síðan jógúrtinu út á pönnuna látið malla um stund. Bætið vatninu á pönnuna og sjóðið sósuna í nokkrar mínútur. Búið til litlar, já smáar bollur, úr hakkinu og setjið í kraumandi sósuna og látið malla áfram rétt við suðu, varlega, í hálftíma. Einnig má raða bollunum í eldfast mót, hella sósunni yfir og baka í ofni við 200°c í 40-60 mín.
Frábært með indversku naanbrauði og hrísgrjónum |