|
 |
Prentvæn útgáfa
13. október 2009 15:27 |
Ein með öllu - voguð nautasúpa |
|
Náttúruleg heit og holl, upplagt að elda daginn áður og afgangarnir eru úrval í ísskápnum næstu daga. Þessi uppskrift hefur hlotið mjög góða dóma og fyllilega staðið undir væntingum notenda kjot.is.
600 gr |
nautagúllas |
1 |
laukur saxaður |
1 búnt |
steinselja m/stilk-söxuð-ef ekki til þá þurrkuð |
2 msk |
tómtpurre |
1 tsk |
timian |
1/2 tsk |
salt |
|
svartur pipar |
2 |
lárviðarlauf |
8 dl |
kjötsoð-vatn og nautakraftur einfalt og gott |
2 dl |
rauðvín ( má sleppa) |
Þetta er soðið í 60 mín.
2 |
gulrætur |
3 |
kartöflur |
1 |
púrra |
Skorið smátt og bætt í súpuna og soðið áfram í 15 mín.
100 gr |
sveppir |
50 gr |
beikon |
2 |
hvítlauksrif – pressuð |
Skorið í litla bita og steikt lítilsháttar. Þessu bætt í súpuna og soðið enn í smástund. Hún hefur þá soðið í nær 90 mín. Ausið súpunni upp í fallegar skálar fyrir hvern og einn og berið fram með toppi úr fitulitlum sýrðum rjóma og góðu grófu brauði. Súpan er mjög góð daginn eftir og einnig daginn þar á eftir!
| |
|
Til baka
|
yfirlit uppskrifta
|
 |
 |
|