KJÖTHLAÐAN
Fjöldi uppskrifta:
Hversdags naut
Nautaat-skyndibiti
Nautanautn-ljúft
Snakk-smáréttir
Nautahakkréttir
Nautapottur
Hollt og mjótt
Eldað fyrirfram
Naut á grillið

RÁÐ UNDIR RIFI
Nautaprótín og pottþétt líðan

Nautavöðvar eru fitusnauðir og gott nautahakk er líka fitulítið. Amanda Cross – hefur skrifað metsölubókina; Niður með kolvetnin, þar er NAUTAKJÖT í 5. sæti yfir hágæðaprótein á...
Fleiri ráð

LEITIN

UM NAUTAKJÖT

VEITINGAHÚSIÐ
Bautinn - Akureyri

Ætlar þú sækja Akureyri heim á komandi vikum? Það er ljóst að á fáum veitingahúsum þessa lands hefur verið borðað meira nautakjöt síðustu áratugi en á Bautanum á Akureyri....
Öll greinin



  Prentvæn útgáfa 

13. október 2009 15:27

Ein með öllu - voguð nautasúpa

 

Náttúruleg heit og holl, upplagt að elda daginn áður og afgangarnir eru úrval í ísskápnum næstu daga. Þessi uppskrift hefur hlotið mjög góða dóma og fyllilega staðið undir væntingum notenda kjot.is.

 

 600 gr    nautagúllas
 1     laukur saxaður
 1 búnt     steinselja m/stilk-söxuð-ef ekki til þá þurrkuð
 2 msk    tómtpurre
 1 tsk  timian
 1/2 tsk  salt
   svartur pipar
 2    lárviðarlauf
 8 dl    kjötsoð-vatn og nautakraftur einfalt og gott
 2 dl  rauðvín ( má sleppa)

   

Þetta er soðið í 60 mín.

 

 2    gulrætur
 3    kartöflur
 1  púrra

  
Skorið smátt og bætt í súpuna og soðið áfram í 15 mín.

 

100 gr    sveppir
 50 gr  beikon
 2   hvítlauksrif – pressuð


   

Skorið í litla bita og steikt lítilsháttar. Þessu bætt í súpuna og soðið enn í smástund. Hún hefur þá soðið í nær 90 mín. Ausið súpunni upp í fallegar skálar fyrir hvern og einn og berið fram með toppi úr fitulitlum sýrðum rjóma og góðu grófu brauði. Súpan er mjög góð daginn eftir og einnig daginn þar á eftir!

 

 

 


Til baka


yfirlit uppskrifta


LEIÐARINN
skrifar þann 28. september
Góðir punktar fyrir veisluna

Ekki gera tilraunir í eldhúsinu þegar þú ert með gesti sem þú þekki lítið. En það getur verið gaman ef um óformlegt matarboð er að ræða þar gestirnir hjálpa jafnvel til við...
Leiðarar

BAULAÐU NÚ!
Gerum göngu hátt undir höfði

Göngu er hægt að stunda hvar sem er - en það getur verið skemmtilegra að fara á bílnum á gott göngusvæði en að ganga alltaf af stað frá eigin heimili. Við hikum ekki við að aka í...
Meira baul

SKRÁIÐ MIG
Vilt þú vera með á póstlistanum? Hér getur þú skráð þig.

Nafn:
Netfang:
Sími

SPURNINGIN

Hefur þú borðað hamborgara svona?

Tvo saman sem samloku án brauðs með osti og grænmeti á milli ?
12%
Grillaða á ofngrind, skorið í 4 parta - borið fram á ristuðu brauði sem pinnamat?
8,4%
Vel kryddaða kalda sem álegg í samlokur ?
22,9%
Tvo á mann með bakaðri kartöflu, sveppum, papriku og lauk án brauðs?
25,3%
Heita með kartöflustöppu og brúnni sósu?
3,6%